United mun sakna hans mikið (myndskeið)

Argentínumaðurinn Lisandro Martínez hefur lokið leik á tímabilinu eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Sevilla í Evrópudeildinni á dögunum.

Martínez er kominn í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum United fyrir góða spilamennsku og gríðarlega mikla baráttu, en hann gefur aldrei tommu eftir.

Svipmyndir tilþrifum Argentínumannsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert