Watkins óstöðvandi (myndskeið)

Ollie Watkins hefur leikið frábærlega fyrir Aston Villa á árinu og skorað tólf mörk í síðustu 16 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Þessi velgengni er sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að Watkins hefur skorað alls 14 deildarmörk á tímabilinu og hafði því heldur hægt um sig fyrri hluta þess.

Leikform hins öfluga framherja hefur hins vegar verið óaðfinnanlegt eftir HM 2022 í Katar.

Tólf mörk Watkins í undanförnum 16 leikjum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert