Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane, knattspyrnumaður Tottenham, mun kosta 88 milljónir punda eða um 15 milljarða króna, vilji lið fá hann frá Tottenham í sumar.
Frá þessu greinir enski miðilinn Daily Express en samkvæmt heimildum í Frakklandi er franski risinn París SG á eftir framherjanum, og er hann sagður forgangsatriði félagsins í sumar.
Ásamt Parísarliðinu er Manchester United alltaf í myndinni, en Kane hefur lengi verið orðaður við Manchester-félagið en aldrei af neinni alvöru, sem gæti breyst í sumar.