Þjóðverjinn Pascal Gross er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning hjá knattspyrnufélaginu Brighton.
Gross er miðjumaður sem Brighton keypti Gross frá þýska félaginu Ingolstadt árið 2017. Síðan þá hefur Þjóðverjinn spilað 184 deildarleiki fyrir Brighton og skorað 23 mörk ásamt því að leggja önnur 33 upp.
„Ég er í skýjunum með að Pascal hafi skrifað undir nýjan samning með okkur. Hann er einn besti leikmaður sem ég hef unnið með á ferlinum og ég met hann meira og meira með hverjum degi sem líður,“ sagði Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, en hann sparaði ekki stóru orðin.
Brighton er sem stendur í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar með 49 stig, en á einn til tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.