Saka tekur áfram vítin

Svekktur Bukayo Saka eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu gegn West …
Svekktur Bukayo Saka eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu gegn West Ham síðustu helgi. AFP/Ben Stansall

Knattspyrnustjóri Arsenal Mikel Arteta staðfesti að Bukayo Saka muni áfram taka vítaspyrnur liðsins en hann skaut fram hjá úr slíkri í jafntefli Arsenal gegn West Ham, 2:2, síðustu helgi. 

Klúður Saka reyndist dýrkeypt en tveimur mínútum síðar jafnaði Jarrod Bowen metin fyrir West Ham og við stóð, 2:2. 

Mikel Arteta var spurður á blaðamannafundi áðan hvort einhverjar breytingar yrðu á vítapunktinum í kjölfar klúðursins. Hann þvertók fyrir það og sagðist enn treysta Saka með fullum hug. 

„Já, hann mun taka næstu, ef ekki þá hleyp ég sjálfur inn á völlinn og gef honum boltann til að vera viss um að hann taki næstu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert