Tveir lykilmenn Arsenal ekki með á morgun

Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko verður ekki með Arsenal annað kvöld.
Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko verður ekki með Arsenal annað kvöld. AFP/Darren Staples

Tveir lykilmenn Arsenal, William Saliba og Oleksandr Zinchenko, verða ekki með liðinu í heimaleiknum annað kvöld gegn Southampton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 

Þetta staðfesti Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, á blaðamannafundi í morgun.

Frakkinn William Saliba er búinn að vera frá síðan 16. mars er hann meiddist gegn Sporting. Fyrir það hafði Saliba farið á kostum í vörn Arsenal og hefur fjarvera hans verið dýrkeypt fyrir Arsenal-liðið nýlega. 

Ásamt honum er Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko ekki með annað kvöld en hann var ekki heldur í leikmannahópnum gegn West Ham síðustu helgi. 

Meiðsli hans eru minna alvarleg og búast má við honum í stórleik liðsins gegn Manchester City á miðvikudaginn í næstu viku, en ekki er enn vitað með Saliba.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert