„Er þetta tilefni til spurningar?“

Sean Dyche ræðir við Séamus Coleman á hliðarlínunni.
Sean Dyche ræðir við Séamus Coleman á hliðarlínunni. AFP/Peter Powell

Sean Dyche, knattspyrnustjóra Everton, var ekki skemmt yfir spurningu sem var beint til hans á blaðamannafundi fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Tónlistarmaðurinn Dide hefur vakið athygli fyrir tónlist sína á YouTube að undanförnu, en sá klæðist grímu og kveðst vera leikmaður í úrvalsdeildinni.

Ýmsar getgátur eru uppi um hver Dide gæti verið og var Dyche á fundinum spurður hvort einhverja rappara væri að honum vitandi að finna innan leikmannahóps Everton.

„Í alvöru talað, ég næ ekki andanum. Er þetta nú tilefni til spurningar?“ spurði Dyche blaðamanninn, bersýnilega slétt sama um hver Dide gæti verið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert