Grétar kominn í stærra hlutverk hjá Tottenham

Grétar Rafn Steinsson er kominn í stærra hlutverk hjá Tottenham.
Grétar Rafn Steinsson er kominn í stærra hlutverk hjá Tottenham. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í fótbolta, er kominn í stærra hlutverk hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, eftir að Fabio Paratici sagði af sér sem yfirmaður knattspyrnumála í dag.

Paratici var úrskurðaður í tveggja og hálfs árs bann frá fótbolta á dögunum, fyrir sinn þátt í að falsa bókhald ítalska félagsins Juventus. Sagði hann því starfi sínu lausu, þar sem hann mátti ekki starfa fyrir félagið.

Daily Mail greinir frá í dag að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni Paraticis, á meðan á leit af eftirmanni Ítalans stendur yfir. Grétar hefur haft umsjón með frammistöðu leikmanna og unnið náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða félagsins.

Þar á undan starfaði hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands og á undan því sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert