Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, gerði sig sekan um hræðileg mistök er liðið mætti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Eftir um 30 sekúndna leik sendi Ramsdale beint á Carlos Alcaraz, sem refsaði með góðu skoti í hornið.
Southampton komst í 2:0 og 3:1, en Arsenal bjargaði stigi með tveimur mörkum í uppbótartíma.
Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.