Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að úrúgvæski sóknarmaðurinn Darwin Núnez tali nánast enga ensku þrátt fyrir að hafa skipt til enska félagsins fyrir um tíu mánuðum síðan.
„Darwin er leikmaður sem býr yfir öðruvísi hæfileikur en allir hinir leikmennirnir okkar, það er góðs viti. Hann veldur stöðugum vandræðum.
Hann er algjör vél og mun skora helling af mörkum. Hann hefur nú þegar skoraði töluvert af mörkum þannig að það er hið besta mál,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.
Núnez hefur skorað 15 mörk og lagt upp fjögur til viðbótar í 37 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
„En auðvitað er hann enn að aðlagast. Enskan hans er enn ekki sérlega góð og nánast ekki til staðar. Við erum að vinna hörðum höndum að því.
Hann verður að læra ensku, þannig er það. Við getum þýtt allt saman en á æfingum getum við ekki þýtt fjögur tungumál,“ bætti Þjóðverjinn við.