Burnley mistókst að tryggja sér toppsætið

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru hársbreidd frá …
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru hársbreidd frá því að tryggja sér sigur í ensku B-deildinni. AFP/Oli Scarff

Topplið Burnley tapaði óvænt fyrir QPR, 2:1, á heimavelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Burnley hefði tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri en þarf að bíða örlítið lengur eftir því.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í leiknum og lék fyrstu 57 mínúturnar. Einungis mínútu eftir að Jóhann fór af velli komst QPR yfir en það var Samuel Field sem skoraði markið.

Manuel Benson jafnaði metin fyrir heimamenn á 76. mínútu en á 87. mínútu skoraði varamaðurinn Chris Martin sigurmark QPR.

Burnley er með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar með 92 stig eftir 43 leiki. Sheffield United er í öðru sæti með 82 stig en liðið á leik til góða. Það eru því 12 stig eftir í pottinum fyrir Sheffield.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert