Leicester vann afar dýrmætan sigur á Wolves, 2:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Matheus Cunha kom gestunum yfir í leiknum eftir að Youri Tielemans missti boltann á stórhættulegum stað. Kelechi Iheanacho jafnaði svo metin úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Jamie Vardy en það var svo Belginn Timothy Castagne sem skoraði sigurmark Leicester eftir frábæra sókn.
Á lokamínútum leiksins vildu gestirnir fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Wout Faes, varnarmanni Leicester, innan teigs en dómarateymið komst að þeirri niðurstöðu að dæma ekki víti, eftir að hafa skoðað atvikið vel og vandlega í VAR.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Leicester og Wolves var sýndur beint á Síminn Sport.