Klopp: Gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir

Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn eftir leik í dag.
Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn eftir leik í dag. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var sáttur með stigin þrjú eftir sigur á Nottingham Forest, 3:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Það mikilvægasta í fótbolta eru úrslitin og mér fannst við verðskulda sigurinn í dag. Við vorum mun meira með boltann, í kringum 86 prósent í fyrri hálfleik, sem var pínu skrítið.

Við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir, gerðum hlutina erfiðari en þeir hefðu átt að vera. En við vorum þolinmóðir. Þegar maður spilar við lið sem liggur svona aftarlega þarf maður að vera þolinmóður.

Það skapaðist mikil hætta úr löngu innköstunum þeirra. Við hefðum átt að eiga betur við þau. En að komast yfir, fá á sig jöfnunarmark, komast aftur yfir og fá aftur á sig jöfnunarmark en skora samt sigurmark var mjög gott, ég var mjög ánægður með það. Við bættum við okkur þremur stigum í dag og allt er í lagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert