Brentford og Aston Villa gerðu 1:1-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla þar sem Ivan Toney og Douglas Luiz skoruðu mörk sinna manna.
Þegar staðan var markalaus fékk þýski framherjinn Kevin Schade sannkallað dauðafæri en tókst með einhverjum óútskýranlegum hætti að setja boltann framhjá fyrir auðu marki.
Skömmu síðar kom Toney Brentford yfir með skoti af stuttu færi áður en Luiz jafnaði metin seint í leiknum, einnig með skoti af stuttu færi.
Mörkin tvö, klúðrið ótrúlega hjá Schade ásamt helstu færum leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.