Mahrez með sýningu er City komst í úrslit

Mahrez fékk að eiga boltann eftir leik eins og hefðin …
Mahrez fékk að eiga boltann eftir leik eins og hefðin er þegar leikmaður gerir þrennu. AFP/Adrian Dennis

Manchester City er komið í úrslit enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigur á B-deildarliði Sheffield United, 3:0, í undanúrslitum í dag.

Alsíringurinn Riyad Mahrez var algjörlega magnaður í liði City í dag en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins. Það fyrsta kom úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en seinni tvö komu með fimm mínútna millibili í síðari hálfleik. Annað mark Mahrez var afar glæsilegt en hann átti þá frábæran sprett í gegnum miðja vörn Sheffield áður en hann kláraði vel úr teignum.

City er því komið í úrslitaleik bikarsins en þar mætir liðið annað hvort grönnum sínum í Manchester United eða Brighton. Þau mætast á morgun í hinum undanúrslitaleik keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert