Liverpool vann Nottingham Forest, 3:2, á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markalaust var í hálfleik en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik.
Diogo Jota skoraði tvívegis, annan leikinn í röð, en Mohamed Salah skoraði sigurmark liðsins. Neco Williams, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Morgan Gibbs-White skoruðu mörk Forest í leiknum.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Liverpool og Nottingham Forest var sýndur beint á Síminn Sport.