Crystal Palace og Everton gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
Bæði lið fengu flott færi í leiknum, þá sérstaklega Everton, en hættulegt skot Alex Iwobi var varið af Vicente Guaita í marki Palace og skot Dominic Calvert-Lewin úr kjörstöðu fór naumlega framhjá.
Tíu mínútum fyrir leikslok fékk Mason Holgate, varnarmaður Everton, sitt annað gula spjald og þar með rautt og lék liðið því einum manni færri það sem eftir lifði leiks.
Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.