Stórglæsilegt mark Wilsons (myndskeið)

Harry Wilson skoraði frábært mark fyrir Fulham þegar liðið lagði Leeds United að velli, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Wilson kom Fulham á bragðið með frábæru skoti á lofti innan vítateigs sem fór í þverslána og inn.

Andreas Pereira tvöfaldaði forystuna áður en Joao Palhinha varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka þannig muninn fyrir Leeds.

Mörkin þrjú úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert