Newcastle skoraði sex gegn Tottenham (myndskeið)

Newcastle niðurlægði Tottenham, 6:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Newcastle í dag. 

Heimamenn komust í 3:0 á fyrstu níu mínútum leiksins og er 20. mínútur voru liðnar var staðan orðin 5:0. Þá hægðist á markaskoruninni en leiknum lauk 6:1 Newcastle í vil. 

Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Leikur Newcastle og Tottenham var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert