West Ham fór illa með Bournemouth, 4:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Bournemouth í dag.
West Ham var 3:0 yfir í hálfleik en á 72. mínútu skoraði Spánverjinn Pablo Fornals glæsilegt sporðdrekamark, sem má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt hinum mörkunum.
Leikur Bournemouth og West Ham var sýndur beint á Símanum Sport.