Go Ahead Eagles lagði Fortuna Sittard, 2:0, í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í liði Go Ahead Eagles og skoraði fyrra mark liðsins á 17. mínútu. Xander Blomme bætti svo við seinna marki liðsins í síðari hálfleik.
Go Ahead Eagles er í 10. sæti deildarinnar með 36 stig eftur 30 leiki.
Willum hefur spilað frábærlega í Hollandi undanfarin misseri en hann er lykilmaður í Go Ahead Eagles. Hann á einungis einn landsleik að baki en sá leikur var vináttuleikur gegn Eistlandi árið 2019. Willum lék aldrei með landsliðinu undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og verður afar fróðlegt að sjá hvort Norðmaðurinn Åge Hareide, nýráðinn landsliðsþjálfari, muni velja hann.