Brást ókvæða við og var látinn sitja heima

Jonjo Shelvey í leik með Nottingham Forest í síðasta mánuði.
Jonjo Shelvey í leik með Nottingham Forest í síðasta mánuði. AFP/Oli Scarff

Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, fyrirskipaði miðjumanninum Jonjo Shelvey að sitja eftir heima í kjölfar þess að sá síðarnefndi brást ókvæða við að vera ekki í byrjunarliði liðsins gegn Liverpool um helgina.

Forest heimsótti Liverpool á Anfield á laugardag, þar sem Shelvey átti að byrja á varamannabekknum annan leikinn í röð.

Telegraph greinir frá því að Shelvey hafi verið gífurlega ósáttur við að hafa átt að byrja á varamannabekknum gegn sínu gamla félagi.

Vegna reiðilegra viðbragða Shelvey ákvað Cooper að í tilfelli miðjumannsins væri betur setið heima en af stað farið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert