„Þetta var ofboðslega ábyrgðarlaus varnarleikur,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór í gær.
Tottenham sá aldrei til sólar á St. James's Park í Newcastle í gær en staðan var orðin 5:0, Newcastle í vil, eftir rúmlega 20. mínútna leik.
„Samskipti milli miðvarðanna voru léleg,“ sagði Margrét Lára.
„Það má samt ekki gleyma því að þetta lítur hrikalega út, fyrir öftustu fjóra, en miðjumennirnir þrír settu aldrei pressu á manninn með boltann,“ sagði Margrét Lára meðal annars.