Ætla að endurgreiða stuðningsmönnum sínum

Tottenham sá aldrei til sólar gegn Newcastle.
Tottenham sá aldrei til sólar gegn Newcastle. AFP/Lindsey Parnaby

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham ætla sér að endurgreiða þeim stuðningsmönnum félagsins sem ferðuðust til Newcastle um nýliðna helgi til þess að horfa á leik liðanna á St. James's Park í ensku úrvalsdeildinni.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en leiknum lauk með stórsigri Newcastle, 6:1.

Tottenham sá aldrei til sólar í Newcastle og var liðið lent 5:0 undir eftir rúmlega 20. mínútna leik.

Í sameiginlegri tilkynningu sem leikmenn Tottenham sendu frá sér kemur meðal annars fram að leikmennirnir lofi betri spilamennsku í lokaleikjum tímabilsins og þá ætli þeir sér meðal annars að endurgreiða miðana á leikinn sjálfan.

Cristian Stell­ini var rekinn sem bráðabirgðastjóri liðsins í gær eftir tapið og mun Ryan Mason stýra Tottenham út keppnistímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert