Glæsilegt skallamark Mings (myndskeið)

Tyrone Mings reyndist hetja Aston Villa þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það skoraði enski miðvörðurinn á 21. mínútu með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu John McGinn frá hægri.

Markið laglega má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert