Kviknaði í vélinni með leikmenn Arsenal innanborðs

Stina Blackstenius fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Wolfsburg ásamt liðsfélögum sínum.
Stina Blackstenius fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Wolfsburg ásamt liðsfélögum sínum. AFP/Ronny Hartmann

Eldur kom upp í flugvél kvennaliðs Arsenal í knattspyrnu þegar liðið hugðist fljúga heim frá Þýskalandi eftir fyrri leikinn gegn Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var að taka af stað frá Braunschweig-flugvellinum í Wolfsburg þegar fugl flaug inn í hreyfil vélarinnar.

Rýma þurfti vélina sökum þessa en leikmenn Arsenal komust heilu og höldnu til Lundúna í gær.

Staðan í einvíginu er 2:2 en síðari leikur liðanna fer fram á mánudaginn kemur á Emirates-vellinum í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert