Mikið áfall fyrir Chelsea

Reece James.
Reece James. AFP/Glyn Kirk

Mason Mount og Reece James leika ekki meira með enska knattspyrnufélaginu Chelsea á yfirstandandi keppnistímabili.

Þetta tilkynnti Frank Lampard, bráðabirgðarstjóri liðsins, á blaðamananfundi í dag en Chelsea tekur á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Mount hefur verið mikið meiddur á tímabilinu en hann er að glíma við beinmar þessa dagana. Þá þurfti James að gangast undir aðgerð á dögunum vegna tognunar aftan í læri.

Chelsea hefur ekki að miklu að keppa í lokaleikjum tímabilsins en liðið er með 39 stig í 11. sætinu, 20 stigum frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert