Wolverhampton Wanderers hafði betur gegn Crystal Palace, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði mörkin fengu Úlfarnir að gjöf frá Palace.
Fyrst skoraði Joachim Andersen glæsilegt sjálfsmark á þriðju mínútu þegar danski miðvörðurinn fékk boltann í sig eftir hornspyrnu og stýrði honum í þverslána og inn.
Í uppbótartíma fékk Sam Johnstone í marki Palace sendingu til baka, tók hræðilega fyrstu snertingu og braut svo illa á Pedro Neto innan vítateigs.
Rúben Neves steig á vítapunktinn og skoraði af öryggi.
Mörkin skrautlegu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport 3.