Vardy bjargaði stigi (myndskeið)

Jamie Vardy tryggði Leicester City 1:1-jafntefli þegar liðið heimsótti Leeds United í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Luis Sinisterra kom Leeds yfir á 20. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega fyrirgjöf Jack Harrison.

Tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Vardy metin með snyrtilegri afgreiðslu eftir skyndisókn.

Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert