Alexander-Arnold: Ekki verið skemmtilegt tímabil

„Þetta hefur ekki verið skemmtilegt tímabil,“ sagði Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, í samtali við Tómas Þór Þórðarson á Símanum Sport.

Viðtalið fór fram fyrir leik Liverpool gegn West Ham United í gærkvöldi, en liðið hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð.

Mikill óstöðugleiki hefur einkennt Liverpool á tímabilinu þar sem liðið er í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni og möguleikinn á Meistaradeildarsæti ekki í höndum liðsins, þar sem það þarf að reiða sig á að önnur lið misstígi sig.

„Það er gaman að spila fótbolta en best er að vinna leiki og við höfum ekki gert nóg af því á þessu tímabili. Það skrifast á okkur en við eigum enn sjö [nú sex] leiki eftir og reynum að vinna sem flesta. Það er markmiðið,“ bætti Alexander-Arnold við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert