Eiður Smári rennblotnaði í beinni (myndskeið)

Ýmislegt getur komið upp á í beinni útsendingu. Því fékk Eiður Smári Guðjohnsen að kynnast fyrir stórleik Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi er vökvakerfið á Etihad-vellinum í Manchester fór af stað.

Eiður Smári ræddi þá málin við Gylfa Einarsson og Tómas Þór Þórðarson við hliðarlínuna fyrir Símann Sport.

Hann var staddur mitt á milli þeirra og fékk langsamlega stærstu bununa á sig svo hann rennblotnaði.

Eiður Smári lét þetta þó ekki á sig fá og kláraði að segja frá því sem hann vildi segja frá.

Á Instagram-aðgangi sínum birti Eiður Smári sama myndskeið og má sjá hér fyrir ofan, þar sem hann skrifaði: „Auðvitað vorum við í beinni útsendingu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert