Newcastle vann sannfærandi 4:1-útisigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Everton er því enn í fallsæti með 28 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Newcastle er í þriðja með 62 stig.
Callum Wilson kom Newcastle á bragðið á 28. mínútu. Newcastle þurfti að bíða fram að 72. mínútu til að skora annað markið, sem Joelinton gerði, áður en Wilson skoraði sitt annað mark og þriðja mark Everton á 75. mínútu.
Dwight McNeil lagaði stöðuna fyrir Everton á 80. mínútu, en Jacob Murphy gulltryggði þriggja marka sigur Newcastle með fjórða marki liðsins, aðeins mínútu síðar.
Þá vann Bournemouth 1:0-útisigur á Southampton í fallslag á suðurströndinni. Marcus Tavernier skoraði sigurmarkið á 50. mínútu.
Southampton er sem fyrr á botninum, nú sex stigum frá öruggu sæti. Bournemouth er í 14. sæti með 36 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.