Alexander Isak sýndi magnaða takta er hann lagði upp fjórða mark Newcastle í 4:1-útisigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Everton var nýbúið að laga stöðuna í 3:1, þegar Svíinn fékk boltann við miðlínuna, sólaði nánast alla vörn Everton með glæsilegum hætti og lagði boltann fyrir á Jacob Murphy, sem skoraði auðveldlega.
Tilþrif Svíans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.