Ferðaðist með til Lundúna

Bruno Fernandes fór meiddur af velli um síðustu helgi.
Bruno Fernandes fór meiddur af velli um síðustu helgi. AFP/Glyn Kirk

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bruno Fernandes ferðaðist með liði sínu Manchester United til Lundúna, þar sem liðið á fyrir höndum leik gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

The Athletic greinir frá.

Fernandes meiddist á ökkla í leik Man. United gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag.

Af þeim sökum þótti ólíklegt að hann gæti tekið þátt í leik liðsins gegn Tottenham í kvöld.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Man. United, sagði á blaðamannafundi í gær að óvissa ríkti um hvort miðjumaðurinn öflugi væri leikfær.

Nú er hins vegar möguleiki á því að hann geti tekið þátt.

Hinn 28 ára gamli Fernandes hefur, ótrúlegt en satt, aldrei misst af leik á ferli sínum vegna meiðsla. Þeim leikjum sem hann hefur misst af hefur hann misst af vegna leikbanna og veikinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert