Fimm marka leikur í Liverpool (myndskeið)

Callum Wilson skoraði tvö og þeir Joelinton og Jacob Murphy eitt mark hvor er Newcastle vann öruggan 4:1-útisigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Dwight McNeil skoraði mark Everton, beint úr hornspyrnu. Everton er enn í næstneðsta sæti og Newcastle í þriðja sæti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert