Hvorki hefur gengið né rekið hjá Frank Lampard, bráðabirgðastjóra karlaliðs Chelsea í knattspyrnu, á tímabilinu.
Lampard var við stjórnvölinn hjá Everton fyrri hluta tímabils en var látinn taka pokann sinn í janúar síðastliðnum eftir afleitt gengi.
Hann tók svo við Chelsea til bráðabirgða út yfirstandandi tímabil en þar hefur gengið ekki batnað, enda hefur liðið tapað öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið við stjórnvölinn.
Í síðustu 19 leikjum í öllum keppnum hafa lið undir stjórn Lampards, Everton og Chelsea, tapað 16 þeirra, gert tvö jafntefli og aðeins unnið einn leik.
Töpin eru samtals orðin níu í röð, fjögur hjá Everton og fimm hjá Chelsea.