Marcus Tavernier skoraði sigurmark Bournemouth er liðið vann 1:0-sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Úrslitin þýða að Southampton er sex stigum frá öruggu sæti og Bournemouth sjö stigum fyrir ofan fallsæti.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.