Callum Wilson skoraði fallegasta mark kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er hann kom Newcastle í 3:0 á útivelli gegn Everton.
Wilson lagði boltann fyrir sig og skoraði með stórkostlegu skoti úr kyrrstöðu upp í skeytin. Jordan Pickford í marki Everton átti enga möguleika.
Markið glæsilega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.