Manchester United varð að láta sér eitt stig nægja þegar liðið heimsótti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að Jadon Sancho og Marcus Rashford kæmu liðinu í 2:0.
Perdo Porro og Heung-min Son svöruðu fyrir Tottenham í seinni hálfleik og urðu lokatölur 2:2.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.