Góðar fréttir fyrir United

Alejandro Garnacho verður hjá Manchester United næstu árin.
Alejandro Garnacho verður hjá Manchester United næstu árin. AFP/Lindsey Parnaby

Argentínski knattspyrnumaðurinn Alejandro Garnacho hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United, sem gildir til ársins 2028.

Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Garnacho skorað fjögur mörk í 29 leikjum með aðalliði Manchester United. Er hann einn allra efnilegasti leikmaðurinn hjá Manchester-félaginu.

Garnacho hefur ekki spilað frá því 12. mars síðastliðinn vegna meiðsla, en hann er kominn aftur á fulla ferð á æfingum.

Argentínumaðurinn gæti því spilað stórt hlutverk hjá United, sem er í baráttu um að enda í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er liðið einnig komið í bikarúrslit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert