Argentínski knattspyrnumaðurinn Alejandro Garnacho hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United, sem gildir til ársins 2028.
Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Garnacho skorað fjögur mörk í 29 leikjum með aðalliði Manchester United. Er hann einn allra efnilegasti leikmaðurinn hjá Manchester-félaginu.
Garnacho hefur ekki spilað frá því 12. mars síðastliðinn vegna meiðsla, en hann er kominn aftur á fulla ferð á æfingum.
Argentínumaðurinn gæti því spilað stórt hlutverk hjá United, sem er í baráttu um að enda í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er liðið einnig komið í bikarúrslit.