Ben White, leikmaður Arsenal, var pirraður eftir 1:4-tap liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á miðvikudaginn var.
Eftir leik veittist hann að Phil Foden, leikmanni Manchester City, og hvíslaði eitthvað í eyrað á honum. Foden brást illa við og ýtti White í burtu, áður en fleiri leikmenn tóku þátt í stimpingum.
Atvikið má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Wonder what Ben White said to Foden? 😲 pic.twitter.com/FPZydlFZxJ
— Football Away Days (@FBAwayDays) April 27, 2023