Sér líkindi með Isak og Henry

Leikmenn Newcastle fagna Alexander Isak eftir stórkostlega stoðsendingu hans í …
Leikmenn Newcastle fagna Alexander Isak eftir stórkostlega stoðsendingu hans í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United, segir að sænski framherjinn Alexander Isak minni sig á frönsku goðsögnina Thierry Henry.

Isak er stór og stæðilegur framherji sem er þó eldfljótur og einstaklega flinkur með boltann.

Hann hefur leikið vel á tímabilinu og vakti sérstaka athygli í gærkvöldi þegar hann lagði upp fjórða mark Newcastle í 4:1-sigri liðsins á Everton, eftir stórkostlegt einstaklingsframtak.

Á blaðamannafundi í dag var Howe spurður hvort hann sæi einhver líkindi með Isak og Henry.

„Já, það geri ég. Ég sé hvers vegna þeir eru bornir saman. Það eru allir ólíkir, engir tveir leikmenn eru eins.

En ég tel hann búa yfir sumum af þeim eiginleikum sem Thierry bjó yfir,“ svaraði enski stjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert