Joshua Dasilva var hetja Brentford er liðið vann dramatískan 2:1-heimasigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Danilo kom Forest yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en Ivan Toney jafnaði á 82. mínútu og Dasilva skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.