Jordan Ayew, Wilfried Zaha, Jeffrey Schlupp og Eberechi Eze skoruðu allir fyrir Crystal Palace er liðið vann 4:3-sigur á West Ham í fjörlegum Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Tomás Soucek, Michail Antonio og Nayef Aguerd skoruðu mörk West Ham, en það dugði ekki til.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.