Sjö marka Lundúnaslagur

Jeffrey Schlupp fagnar marki sínu í dag en Lukasz Fabianski …
Jeffrey Schlupp fagnar marki sínu í dag en Lukasz Fabianski gaetur ekki leynt vonbrigðum sínum. AFP/Justin Tallis

Crystal Palace hafði betur gegn West Ham, 4:3, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Tomás Soucek kom West Ham yfir á 9. mínútu, en staðan var orðin 3:1 fyrir Crystal Palace eftir 30 mínútna leik, þar sem Jordan Ayew, Wilfried Zaha og Jeffrey Schlupp skoruðu allir.

Michail Antonio lagaði stöðuna fyrir West Ham á 35. mínútu og voru hálfleikstölur því 3:2, Crystal Palace í vil.

Eberechi Eze breytti henni í 4:2 á 66. mínútu með marki úr víti, en Nayef Aguerd minnkaði muninn í 4:3 á 72. mínútu og þar við sat í fjörlegum leik.

Með sigrinum fór Crystal Palace upp í 40 stig og í ellefta sæti deildarinnar. West Ham er í 15. sæti með 34 stig, fimm stigum fyrir ofan öruggt sæti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert