Þrjár tvennur á suðurströndinni (myndskeið)

Deniz Undav, Pascal Gross og Danny Welbeck skoruðu tvö mörk hver þegar Brighton vann afar sannfærandi 6:0-heimasigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Brighton var komið í 4:0 eftir tæplega 40 mínútna leik og var eftirleikurinn auðveldur í seinni hálfleik.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert