Manchester United er aftur komið á sigurbraut eftir góðan heimasigur á Aston Villa, 1:0, á Old Trafford í dag.
Liðið situr enn í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu en nú níu stigum frá Tottenham sem situr í því fimmta og á að auki einn leik til góða. Aston Villa er í sjötta sætinu, einu stigi á undan Liverpool sem á tvo leiki til góða.
Manchester United var sterkara liðið í fyrri hálfleik en náði ekki að brjóta vörn Aston Villa á bak aftur fyrr en á 39. mínútu þegar Rashford slapp inn fyrir á hægri vængnum. Hann keyrði að teignum og átti svo slappt skot en það var nógu utarlega til að Martinez náði aðeins að slá boltann út á hægri vænginn. Bruno Fernandes var fyrstur að átta sig og hamraði hann í netið, 1:0. Aston Villa átti sín augnablik í fyrri hálfleik en ekki nóg til að skora.
Seinni hálfleikur var betri af hálfu gestanna en sá fyrri. Meira jafnræði var með liðunum og það var Aston Villa sem komst næst því að skora á 81. mínútu þegar Victor Lindelöf skallaði fast skot Douglas Luiz úr teignum frá á marklínu. Nær komust þeir ekki og Manchester United er aftur komið á sigurbraut.