Álvarez skaut City á toppinn

Leikmenn Manchester City fagna sigurmarki leiksins.
Leikmenn Manchester City fagna sigurmarki leiksins. AFP/Adrian Dennis

Manchester City er komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Fulham í dag.

Erling Haaland var enn og aftur á skotskónum þegar hann kom City yfir á 3. mínútu með marki úr víti. Carlos Vinícius jafnaði á 15. mínútu, en Julian Álvarez skoraði sigurmark City á 36. mínútu.

City var með nokkra yfirburði í seinni hálfleik, en tókst þrátt fyrir það ekki að bæta við marki. City er nú með 76 stig, einu stigi meira en Arsenal og með leik til góða.

Leikmenn Newcastle fagna í dag.
Leikmenn Newcastle fagna í dag. AFP/Lindsey Parnaby

Newcastle er enn í þriðja sæti eftir 3:1-heimasigur á Southampton. Stuart Armstrong kom Southampton óvænt yfir með eina marki fyrri hálfleiks á 41. mínútu.

Callum Wilsson jafnaði á 54. mínútu og Theo Walcott kom Newcastle yfir þegar hann skoraði sjálfsmark á 79. mínútu. Wilson var aftur á ferðinni með þriðja mark Newcastle á 81. mínútu.

Þá fór Bournemouth illa með Leeds á heimavelli og vann 4:1-sigur. Jefferson Lerma kom Bournemouth í 2:0 með mörkum á 20. og 24. mínútu, áður en Patrick Bamford jafnaði á 32. mínútu.

Dominic Solanke kom Bournemouth í 3:1 á 63. mínútu og Antoinie Semenyo bætti við fjórða markinu í uppbótartíma og þar við sat. Bournemouth er svo gott sem sloppið við fall, en Leeds er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert