Diogo Jota reyndist hetja Liverpool er liðið vann dramatískan 4:3-sigur á Tottenham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Ryan Mason, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur í leikslok, því hann vildi meina að Jota hafi átt að fá rautt spjald fyrir háskaleik á 80. mínútu.
Portúgalinn setti þá takkana í höfuðið á Oliver Skipp, miðjumanni Tottenham.
Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.