Fernandes hetja United (myndskeið)

Bruno Fernandes skoraði sigurmark Manchester United þegar liðið fékk sjóðheitt lið Aston Villa í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri þar sem Fernandes skoraði stuttu fyrir leikhlé er hann fylgdi á eftir skoti frá Marcus Rashford sem Emi Martínez í marki Villa hafði varið til hliðar.

Markið ásamt helstu færunum úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Manchester United og Aston Villa var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert